5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. september 2014 kl. 08:50


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:50
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:50
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:50
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:50
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 08:50
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:50
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir Pál Val Björnsson (PVB), kl. 09:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:50

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:50
Formaður kynnti fundargerðir 1-4 og voru þær samþykktar án athugasemda.

2) 103. mál - meðferð sakamála Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Þingmálaskrá 144. löggjafarþings Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar kom Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Hallgrímsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór ráðherra yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Eftirlitsnefnd írska þingsins (Assembly and Executive Review Committee) Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Stephen Moutray, Paula Bradley, Sean Rogers, Roy Beggs, Caitriona Ruane, Trevor Lunn, John Simmons og Kate McCullough frá eftirlitsnefnd írska þingsins.

5) Tilskipun 2014/28 um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota Kl. 10:15
Nefndin afgreiddi álit sitt á tilskipun 2014/28/ESB. Allir nefndarmenn samþykkir áliti.

6) Tilskipun 2014/58 um skráningarkerfi til að rekja skotelda frá framleiðanda til notanda Kl. 10:20
Nefndin afgreiddi álit sitt á tilskipun 2014/58/ESB. Allir nefndarmenn samþykkir áliti.

7) Tilskipun 2012/28/ESB er varðar munaðarlaus höfundarverk. Kl. 10:23
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

8) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:25